Um okkur
Smurbrauðstofa Sylvíu
Smurbrauðstofa Sylvíu hefur í áratugi glatt gesti með ekta dönsku smurbrauði, snittum og veisluþjónustu. Stofan var upprunalega stofnuð af Sylvíu Lockey Gunnarstein, lærðri smurbrauðsjómfrú frá Færeyjum, og byggir á traustum grunni og handverki sem hefur þróast í gegnum tíðina.
Frá árinu 2016 hefur Guðrún Karólína Pétursdóttir, matreiðslumeistari, rekið stofuna. Hún lærði smurbrauðsgerð hjá Sylvíu og unnu þær saman lengi vel. Lengst af var stofan staðsett á Laugavegi 170, en hefur nú aðsetur að Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, þar sem við tökum á móti pöntunum og útbúum veislubakka fyrir öll tilefni.
Handverk, hefðir og veislur
Við sérhæfum okkur í dönsku smurbrauði, snittum og veisluþjónustu fyrir litla og stóra viðburði – allt frá fundum og fermingum til afmæla og fyrirtækjaveislna. Lögð er áhersla á vandaðar hráefnisval og fallega framsetningu sem gerir smurbrauðið að hluta af stemningunni.